Laugardaginn 9. júní 2018 gengum við Halldór í Fossdal með Ferðafélagi Akureyrar. Fararstjóri var Helga Guðnadóttir. Það voru um 30 manns í ferðinni. Ekið var að Kleifum í Ólafsfirði og gengið eftir kindastíg að vitanum og þar áð í dálitla stund. Sá spotti tók klukkustund. Síðan var gengið inn í Fossdalinn þar sem við fundum laut þar sem hópurinn snæddi nestið sitt. Því næst var gengið áleiðis að brú sem er yfir ána því hinum megin við ána er gestabók þar sem allir rituðu nöfn sín. Eftir það var gengið aðeins lengra inn í dalinn og svo haldið heim.
Alls tók gönguferðin rúmlega þrjá tíma. Enda var veðrið til þess fallið að njóta þess sem leiðin hefur upp á að bjóða.
Svo að við gætum safnað á einn stað myndunum úr ferðinni gerði ég auðvitað albúm í Google Photos sem ég deildi með Halldóri. Myndirnar er hægt að skoða hérna.