Aukin gæði náms

Image

Leiðarstef AGN verkefnisins (Aukin gæði náms) viðhorf, viðmót og verklag eru mér ofarlega í huga nú þegar umræðan um niðurstöður PISA rannsóknarinnar stendur sem hæst. Í þessu leiðarstefi felst að viðhorf okkar skapa það viðmót sem við temjum okkur gagnvart því sem við tökum okkur fyrir hendur. Viðmót okkar hefur svo áhrif á verklag okkar við lausn verkefna okkar.

Það er eðlilegt og jafnframt gleðilegt að að margir vilji tjá sig um hvað börn læra í skólanum. Það sýnir að málefnið snertir marga og áhugann sem fólk hefur á börnum og menntun þeirra. Þess vegna er mikilvægt að nýta umræðuna á uppbyggilegan hátt. Í þeirri umræðu tel ég farsælast að þeir sem að henni koma velji að sneiða hjá klisjum og upphrópunum um nám og kennslu ásamt einföldum skýringum og skyndilausnum.

PISA rannsóknin er vönduð rannsókn sem ber að taka alvarlega og nýjustu niðurstöður hennar hér á landi eru langt frá því að vera góðar. Það verður líka að taka alvarlega og leita leiða til að svo verði ekki aftur. Þess vegna þarf að gæta þess að umræðan sé ígrunduð og jafnframt skapandi.

Okkur skólafólki er tíðrætt um fagmennsku okkar og við nýtum tíma okkar og krafta bæði til að  vernda hana og þróa. Í fagmennskunni felst að við tökum þátt í umræðunni af ábyrgð og umhyggju fyrir framförum nemenda og velferð þeirra. Til er urmull rannsókna um hvað hafi áhrif á nám barna. Það er skylda okkar sem fagmanna að jafnhilða því sem við rýnum í niðurstöður PISA rannsóknarinnar höfðum við til hliðsjónar niðurstöður rannsókna á þroskavænlegum námsaðstæðum barna samhliða því að við skoðum rannsóknir á því hvers konar verklag og stuðningur hefur skilað árangri í að koma slíkum námsaðstæðum í framkvæmd.

Fagmennskan leggur okkur einnig þá skyldu á herðar að taka frumkvæði í að bæta um betur og sjá til þess að viðhorf okkar, viðmót og verklag verði til að auka gæði námsins sem stendur nemendum okkar til boða.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.