MAKVISE

Í morgun var #menntaspjall á Twitter um samskipti vettvangs við nema í menntunarfræðum. Ég fylgdist með og reyndi að taka þátt eftir því sem netsamband og aðstæður leyfðu en ég var í bíl á leiðinni heim úr Mývatnssveit.

Í þessum umræðum bar vettvangsnám menntunarfræðinema auðvitað á góma. Ég sagðist enn búa að því vettvangsnámi sem ég fékk í kennaranámi mínu við Kristiansand Lærerhöyskole í Noregi. Á tveimur árum sem ég var þar við nám var ég lengur í vettvangsnámi en þriggja ára Bed-námið gerði ráð fyrir við þáverandi Kennaraháskóla Íslands. Lengd náms, í skóla eða á vettvangi, segir samt ekki allt um gæði þess. Það gerir miklu fremur skipulag og innihald þess. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið vel skipulagt og innihaldsríkt vettvangsnám í grunnnámi mínu.

Titill þessarar færslu vísar til “lykilorðs” sem við kennaranemarinir fengum frá kennurum okkar í háskólanum áður en við héldum í vettvangsnámið. Þetta orð áttum við að hafa í huga þegar við skipulögðum lotuna og einnig á meðan við settum saman og framkvæmdum hverja kennslustund með nemendum.

Halda áfram að lesa