Gæti ekki verið betra

Fyrri helgin hérna í Sherwood Park leið hratt og nýttist vel til að kynnast Aoife og fjölskyldu hennar. Á laugardeginum fórum við og dætur Aoife, Kathleen (5 ára) and Eileen (3 ára) í göngutúr í fyrsta snjó vetrarins í Elk Island Park. Þar náðum við að sjá bjór spóka sig í ísköldu vatninu, bison-uxa næra sig á sinunni og öðru sem bauðst í haustgróðrinum og leika okkur í hálkunni og sprengja örþunna ísskán af pollum. Það er greinilegt að hérna er haustið liðið og veturinn er mættur. Eins og heima talar fólk um að það sé sjaldan viðbúið því að veturinn sé kominn; á hverju ári komi hann of snemma og sé kaldari í ár en í fyrra.

Halda áfram að lesa

Fæ að vera skiptinemi

Hvenær hefði ég trúað því að ég fengi tækifæri til að verða skiptinemi í útlöndum þegar ég væri orðin sex barna amma? En þannig er það núna því á morgun held ég til Edmonton í Alberta fylki í Kanada. Þar mun ég dvelja næstu tíu dagana og búa hjá og fylgja eftir skólastýrunni Aoife Cahill. Hún er skólastýra í St. Luke Catholic School. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni Skólastjórafélags Íslands og Kennarasambands Alberta fylkis. Verkefnið er tveggja ára hér á landi. Í fyrravetur fóru þrjár skólastýrur frá Íslandi til Kanada og hver um sig dvaldi hjá skólastýrum þar. Og á vorönninni komu svo þær kanadísku í heimsókn til Íslands. Í ár erum við fjórar sem tökum þátt í verkefninu. Í fyrra blogguðu þær sem þá tóku þátt. Bloggið þeirra er hægt að lesa með því að smella hérna.

Halda áfram að lesa

Í pallborði – með sjálfa framtíðina í hendi mér og hendi minni

Fjærverunni stjórnað í Ipadinum og fylgst með á TweetDeck í tölvunni.

Í dag fékk ég að vera þátttakandi í pallborði vorráðstefnu Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þrátt fyrir að ég væri ekki stödd á Akureyri var mér það mögulegt með aðstoð tækninnar. Ég var viðstödd aðalfyrirlestrana og tók þátt í pallborðinu í gegnum Kristu. Krista er fjærvera sem Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri fóstrar og viðheldur. Til þess að hljóðið væri gott í pallborðinu var því varpað til ráðstefnugesta í gegnum Zoom fundakerfið. Rektor Háskólans á Akureyri nýtti líka það kerfi til að setja ráðstefnuna. Svo fylgdist ég auðvitað með því sem þátttakendur tístu undir myllumerki ráðstefnunnar #vísindi19. Til þess notaði ég TweetDeck. Með því verkfæri er auðvelt að fylgjast með mörgum myllumerkjum, senda og svara tístum og skilaboðum á Twitter.

Fyrir ráðstefnuna fengu þátttakendur pallborðsins sendar tvær spurningar. Þær koma hérna á eftir ásamt því sem ég punktaði niður í kringum þær.

Halda áfram að lesa