
Grein um CRM-líkanið birtist í Skólaþráðum, tímariti Samtaka áhugafólks um skólaþróun 9. apríl 2021. Hérna er hægt að lesa greinina.
Grein um CRM-líkanið birtist í Skólaþráðum, tímariti Samtaka áhugafólks um skólaþróun 9. apríl 2021. Hérna er hægt að lesa greinina.
Í einni skólaheimsókninni í Kanada (í St. André Bessette Catholic School) fékk ég tækifæri til að sitja fund og fræðslu sem Kurtis Hewson stýrði. Ásamt tveimur öðrum, Lornu Hewson og Jim Parsons hefur hann skrifað bókina Envisionaring A Collaborative Response Model: Beliefs, Structures and Processes to Transfrom how we Respond to the Needs of Students. Í henni er fjallað um og kenndar aðferðir til að gera samvinnufundi starfsmanna skóla skilvirka þannig að þeir bæti námsaðstæður nemenda. Í fundaforminu er einnig gert ráð fyrir að þeir sem taka þátt í fundinum deili þekkingu sinni og reynslu. Litið er svo á að þannig nýtist mannauður hvers skóla betur en ella.
Kaþólsku skólarnir í Elk Island skólaumdæminu höfðu í fyrra tekið sig saman um að innleiða fundaform Hewson. Í St. André Bessette höfðu kennarar hist reglulega til að bera saman bækur sínar varðandi námsaðstæður einstakra nemenda og til að styðja hvern annan við að koma til móts við þarfir nemenda sinna. Skólinn hafði skipulagt fundina þannig að þeir voru haldnir á skólatíma og þá var helmingur kennara á fundi og hinn helmingurinn við kennslu. Stjórnendur höfðu ákveðið að skipta kennarahópnum í fjögur teymi og fékk hvert þeirra samvinnufund einu sinni í mánuði. Í hverju fundateymi voru því 5-7 kennarar. Við nýlegt mat á verklaginu hafði komið í ljós að kennurum fannst tíma sínum ekki vel varið og að teymin ræddu helst einstaka nemendur og þá oftast þá sömu. Einnig nefndu kennarar að þeim fyndust teymin hafa verið sett saman af handahófi. Þeir óskuðu eftir því að í teymunum væru kennarar sem t.d. kenndu sömu fög eða sama árgangi.
Í fjórða þætti hlaðvarps Bara byrja ræði ég við Aoife Cahill skólastýru St. Luke Catholic School. Hún er félagi minn í verkefninu Skólastjóraskipti sem er samstarfsverkefni Skólastjórafélags Íslands og Kennarasambandsins í Alberta í Kanada. Áður en við hittumst á flugvellinum í Edmonton fyrir 10 dögum höfðum við verið í sambandi á Twitter, Instagram og í gegnum tölvupóst. Þar skiptumst við á frásögnum af áherslum og áhuga í leik og starfi.
Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts.
Podcast: Play in new window | Download
Subscribe: RSS