Gleði, söngur og samstarf

María Gunnarsdóttir
María Gunnarsdóttir tónmenntakennari

Í febrúar 2019 hitti ég Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara sem þá starfaði í Hrafnagilsskóla. Hún hefur 20 ára reynslu sem tónmenntakennari. Um þessar mundir starfar María í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Ég fylgdist með henni í tíma með nemendum þar sem María og börnin sungu fyrir mig Drekalagið. En þau höfðu einmitt verið að ljúka við þemaverkefni um dreka þegar ég heimsótti skólann. María hafði verið í samstarfi við bekkjarkennarana vegna þess þemaverkefnis.

Myndverk sem nemendur unnu í þemaverkefninu um Dreka.

Eftir kennslustundina settumst við María niður á kaffistofunni og ræddum saman um starf tónmenntakennara og hvað það er sem drífur hana áfram í að vera sífellt skapandi og drífandi í starfi kennara sem hitta og miðla til barna í sex skólum við Eyjafjörð. Þar kemur fram að gleðin og endurgjöf nemenda, aðstandenda og skólastjórnenda drífa Maríu áfram ásamt því að hafa möguleikana á því að vera í samstarfi við aðra kennara; jafnt umsjónarkennara og aðra tónmenntakennara. Og svo finnst Maríu líka óendanlega gaman að vera barnakennari.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts

Aoife Cahill skólastýra í Sharewood Park

Í fjórða þætti hlaðvarps Bara byrja ræði ég við Aoife Cahill skólastýru St. Luke Catholic School. Hún er félagi minn í verkefninu Skólastjóraskipti sem er samstarfsverkefni Skólastjórafélags Íslands og Kennarasambandsins í Alberta í Kanada. Áður en við hittumst á flugvellinum í Edmonton fyrir 10 dögum höfðum við verið í sambandi á Twitter, Instagram og í gegnum tölvupóst. Þar skiptumst við á frásögnum af áherslum og áhuga í leik og starfi.

Aoife Cahill skólastýra St. Luke Catholic School

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts.

Prófið að sleppa bókinni!

mio

Skimunarefnið sem þær stöllur hafa nýlega þýtt og komið í útgáfu

 

Í þriðja þætti Bara byrja hlaðvarps er rætt við þrjár reynslumiklar konur úr menntakerfinu. Dóróþeu Reimarsdóttur, Jóhönnu Skaftadóttur og Þóru Rósu Geirsdóttur. Samtals nálgast reynsla þessara kvenna af vettvangi 90 ár. Og þær eru hvergi nærri hættar að fylgjast með nýjungum í rannsóknum og kennslu ásamt því að vilja deila þekkingu sinni og reynslu með þeim sem enn starfa í skólunum. Verkefnið sem á hug þeirra um þessar mundir er Mio skimunarefni í stærðfræði fyrir leikskóla. Það efni hafa þær þýtt og komið til útgáfu.

Í þættinum segja þær frá Mio, því sem þeim finnst skipta máli í stærðfræðikennslu og kennslu almennt og hvað það er sem hvetur þær til að þróa sig í starfi.

Í þættinum benda þær á skrif og bækur Joe Boaler og mæla sérstaklega með bók hennar The Elephant in the Classroom: Helping Children to Learn og Love Maths.

Í Skólaþráðum er líka hægt að kynna sér Míó skimunarefnið.

Þeir sem vilja fylgjast með þeim stöllum eða hafa samband við þær geta gert það á heimasíðu þeirra Gloppa.is eða sent þeim tölvupóst á netfangið gloppa@gloppa.is.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts