Flöskusjóðurinn Komandi kynslóðir

Image

Hér á bæ er til sjóður sem við köllum Komandi kynslóðir. Í hann fara peningarnir sem við fáum fyrir dósir og flöskur í endurvinnslu. Við reynum eins og við getum að auka það sem í hann fer með því að tína reglulega upp dósir og flöskur sem verða á vegi okkar á hlaupunum hér í sveitinni. Það er ótrúlegt magn sem safnast saman meðfram vegunum. Nú þegar snjóa leysir koma verðmætin vel í ljós.

Barnabörnin sem nú eru þrjú, geta sótt um úthlutun úr sjóðnum. Úthlutunin verður að nýtast til hreyfingar eða til einhvers sem aðstoðar við að víkka sjóndeildarhring þeirra.

Karen Sif fékk úthlutað úr sjóðnum í dag til að kaupa sér ferðatösku því hún er í fyrsta skiptið að fara út fyrir landsteinana. Ferðinni er heitið til Noregs.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s