Vefumræður og umræðutímar

Á flestum námskeiðum sem ég hef komið að við Menntavísindasvið Háskóla Íslands eru vefumræður og á mörgum þeirra eru líka umræðutímar eða málstofur um lesefni námskeiðsins. Vefumræðunum og umræðutímunum eru misjafnlega mikið stýrt af kennurum og þátttaka og virkni nemenda er einnig mismikil.

Við undirbúning á einu námskeiða næsta hausts datt mér í hug að reyna að tengja þessa tvo þætti námskeiðsins saman og gefa þar með nemendum færi á að nýta valda hluta þess sem þau ræða (skriflega) í netumræðunum í litlum hópi á lokuðu svæði þegar þau mæta í umræðutíma. Ég vildi líka auka möguleika nemenda á því að hafa áhrif á það sem rætt er í umræðutímunum. Námskeiðið er á meistarastigi og fer að mestu leyti fram sem netkennsla.

Halda áfram að lesa