Skilningur eða skærur?

SI_an-letursÁ ársfundi sínum í gær samþykktu félagsmenn Skólastjórafélags Íslands ályktun þar sem þeir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna framkominna upplýsinga frá einstökum félagsmönnum um að vænta megi uppsagna frá þeim vegna þess skilningsleysis á kjörum þeirra og starfsaðstæðum sem er hjá viðsemjendum félagsins. Til að bæta kjör sín sjá skólastjórnendur nú þann kost vænstan að snúa sér að kennslu.

Ljóst er að til að ná fram kjarabótum þarf að ríkja skilningur beggja samningsaðila á stöðu hvors annars. Svo sá skilningur myndist ætti að nægja að miða viðræður og nýja samninga við launaþróun annarra sambærilegra stétta og samninga sem nýlega hafa verið undirritaðir.

Auk þess að hafa sett sér raunhæf markmið til 10 ára í kjarasamningaviðræðum hefur gildandi kjarasamningur Félags grunnskólakennara verið viðmið í kjaraviðræðum SÍ við launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í mars á þessu ári undirrituðu samningsaðilar skjal um hlutverk skólastjórnenda. Skjalið er hluti af aðgerðaráætlun til undirbúnings á kjaraviðræðum 2015. Í skjalinu eru þættir starfsins tíundaðir undir fjórum yfirflokkum:

Halda áfram að lesa

Kennslufræðileg forysta er vinnuvenja

Á námskeiði sem Skólastjórafélag Íslands hélt fyrir nýja og reynda skólastjórnendur 17. og 18. september hélt Anna Kristín Sigurðardóttir dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrirlestur um kennslufræðilega forystu.

Anna Kristín ræðir við þátttakendur

Anna Kristín ræðir við þátttakendur

Í fyrirlestrinum lagði Anna Kristín m.a. áherslu á að kennslufræðileg forysta væri ekki verkefni sem væri unnið í eitt skipti fyrir öll. Það væri heldur ekki verkefni sem bankaði á dyrnar eða kæmi í tölvupósti og þyrfti að vinna fyrir ákveðinn tíma og skila áður en frestur rynni út. Hún sagði að kennslufræðileg forysta væri verkefni sem krefðist frumkvæðis skólastjórnenda. Kennslufræðileg forysta er verkefni sem þyrfti með ákveðnu kerfi, að koma fyrir í skólastarfinu, bæði hjá stjórnendum og starfsfólki skólanna. Það þýðir að til þess kennslufræðileg forysta verði hluti af daglegu starfi skólastjórnenda þurfa stjórnendur að gera hana að vinnuvenju, bæði sinni eigin og einnig kennara. Sem dæmi nefndi Anna Kristín að hún hefði einu sinni verið í viðtali hjá skólastjórnanda og í miðri heimsókn hringdi viðvörun í símanum hans, skólastjórinn stóð upp og sagðist þurfa fara í heimsóknir í kennslustofur. Hún mátti síðan bíða eftir honum á meðan hann sinnti heimsóknunum.

Halda áfram að lesa

Nýir skólastjórnendur

Dagana 17. og 18. september stendur Skólastjórafélag Íslands fyrir námskeiði fyrir nýja og reynda skólastjórnendur. Þetta er í annað sinn sem félagið býður uppá námskeið af þessu tagi. Framhald af þessum tveimur dögum er svo áformað í mars á næsta ári.

Markmið námskeiðsins er að styðja við og efla nýja skólastjórnendur í upphafi starfs. Markhópurinn er nýir skólastjórnendur og einnig aðrir skólastjórnendur sem telja sig þurfa endurmenntun í efnisþáttum námskeiðsins eru einnig velkomnir.

Nyir skolastjorar

Svanhildur Ólafsdóttir fer yfir dagskrá námskeiðsins í upphafi dags.

Fyrsta dag námskeiðsins voru kynningar á KÍ, SÍ og Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt því hvað þarf að hafa í huga þegar maður er nýr í starf. Einnig hélt Anna Kristín Sigurðardóttir fyrirlestur um kennslufræðilega forystu.

Hérna fyrir neðan eru tvö tíst frá fyrirlestri Önnu Kristínar:

Halda áfram að lesa