Á kvennaþingi II

34308594_10212071924529656_2049852624680779776_nÁ sunnudagskvöldinu eftir ferðina til Essasouria var hægt að skrá sig inn á ráðstefnuna og sækja gögn hennar. Þar fannst mér gaman að sjá að starfsfólk ráðstefnunnar var með spjaldtölvur þar sem við skráðum okkur inn. Umfram hefðbundnar aðferðir við innskráningu var þetta fljótleg aðferð sem notaði engan pappír. Þar fyrir utan fylgdi ráðstefnunni app þar sem ráðstefnugestir gátu haldið utan um dagskrá, glósur og annað sem skipti máli á ráðstefnunni auk þess sem þaðan var hægt að deila ljósmyndum og hugmyndum á samfélagsmiðla.

SI_3rd EI World Women's Conference Marrakesh

Halda áfram að lesa

Á kvennaþingi I

Um mánaðamótin janúar og febrúar fór ég ásamt fimm forystukonum innan KÍ á þriðja kvennaþing Alþjóðasamtaka kennara (EI) sem Kennarasamband Íslands er aðili að. Konurnar fimm eru Guðbjörg Ragnarsdóttir þáverandi varaformaður FG, Guðríður Arnardóttir formaður FF, Fjóla Þorvaldsdóttir þáverandi varaformaður FL, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir forkona jafnréttisnefndar KÍ og Ingibjörg Kristleifsdóttir þáverandi formaður FSL.

Halda áfram að lesa