Yndislestur á degi íslenskrar tungu

mai05 031 copy

Hver dagur í Húsabakkaskóla byrjaði á yndislestri.

Þegar ég starfaði við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal skráði ég áætlun skólans í yndislestri og kallaði hana Bók er best vina. Verkefnið varð til eftir að starfsfólk skólans hafði verið á námskeiðum um gerð hugtakakorta og gagnvirkan lestur. Á kaffistofu skólans (í Messanum) varð svo umræða um hvort þeir sem hafa litla lestrarlöngun og takmarkaða reynslu af lestri margs konar texta geti og hafi í raun löngun til að læra nýjar aðferðir við að skilja betur innihald texta. Okkur fannst þá að betra myndi vera að byrja á því að búa okkur til verkefni og aðstæður þar sem börn læra að njóta þess að lesa.

Verkefninu var ætlað að ná til sem flestra sem koma að skólastarfinu, nemendum, starfsfólki og foreldrum. Okkur þótti mikilvægt að við værum sjálf fyrirmyndir í lestri og að fá foreldra með okkur í þann hluta verkefnisins.

Markmið verkefnisins urðu fimm og ekki mæld á stiku frekar en mörg önnur markmið skólastarfs:

Halda áfram að lesa