Einn smellur og allt er á einum stað

Í netnámi vetrarins hef ég lagt mig fram um að námsefnið og annað sem skiptir máli sé sem aðgengilegast fyrir nemendur þannig að þau eigi auðvelt með að fá yfirsýn og viti án mikillar fyrirhafnar hvað sé efst á baugi eða næst á döfinni innan námskeiðanna sem ég hef haft umsjón með.

Háskóli Íslands hefur í vetur innleitt námsumsjónarkerfið Canvas og að mínu mati er óhætt að segja að það hafi verið gert þannig að kennarar eigi alltaf aðgang að stuðningi og leiðbeiningum, ýmist innan kerfisins með því að skoða myndbönd eða með því að biðja um aðstoð á hefðbundinn máta með tölvupóstum eða netfundum.

Canvas hefur marga möguleika í netnámi sem hægt er að nýta til samstarfs nemenda og miðlunar á efni en á meðan verið er að læra á það allra nauðsynlegasta eins og að setja upp námskeið, miðla fyrirlestrum, koma skilaboðum til nemenda og að stilla verkefnin af er varla hægt að kynna sér möguleikana á því að tengja það við önnur forrit eða vefsvæði. Ég hlakka til næsta vetrar og að fá þá tíma og tækifæri til að kanna fleira sem Canvas hefur upp á að bjóða.

Haustið 2019 kynntist ég vefsvæðinu og smáforritinu Wakelet þegar ég var að safna saman tístum með ákveðnu myllumerki. Í vetur fór ég svo að skoða það betur og möguleikana á að nota það í skipulagi á kennslu og hvernig það væri hægt að tengja það við Canvas. Ég sá að það hefur ótal skemmtilega möguleika; ekki bara vegna þess hversu aðgengilegt það er heldur líka hve auðvelt er að nota það í samstarfi og verkefnavinnu nemenda.

Halda áfram að lesa