Gleði, söngur og samstarf

María Gunnarsdóttir
María Gunnarsdóttir tónmenntakennari

Í febrúar 2019 hitti ég Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara sem þá starfaði í Hrafnagilsskóla. Hún hefur 20 ára reynslu sem tónmenntakennari. Um þessar mundir starfar María í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Ég fylgdist með henni í tíma með nemendum þar sem María og börnin sungu fyrir mig Drekalagið. En þau höfðu einmitt verið að ljúka við þemaverkefni um dreka þegar ég heimsótti skólann. María hafði verið í samstarfi við bekkjarkennarana vegna þess þemaverkefnis.

Myndverk sem nemendur unnu í þemaverkefninu um Dreka.

Eftir kennslustundina settumst við María niður á kaffistofunni og ræddum saman um starf tónmenntakennara og hvað það er sem drífur hana áfram í að vera sífellt skapandi og drífandi í starfi kennara sem hitta og miðla til barna í sex skólum við Eyjafjörð. Þar kemur fram að gleðin og endurgjöf nemenda, aðstandenda og skólastjórnenda drífa Maríu áfram ásamt því að hafa möguleikana á því að vera í samstarfi við aðra kennara; jafnt umsjónarkennara og aðra tónmenntakennara. Og svo finnst Maríu líka óendanlega gaman að vera barnakennari.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.