Það merkilegasta

Það varð eins og mig grunaði. Í síðustu skráningu gleymdi ég að minnast á það sem sennilega er það merkilegasta af því sem kom fram í fyrirlestrum Zachary Walker í síðustu viku. Þegar ég fletti í gegnum myndirnar af glærum hans með samstarfsfólki mínu voru þar nokkrar glærur þar sem hann bendir á og ræðir hvað hafi breyst með tilkomu tækninnar og samfélagsmiðlanna og hvaða áhrif þessar breytingar hafi á skólastarf. Það er auðvitað það merkilegasta.

Í fyrsta lagi gefa nýir miðlar og  ný tækni okkur fleiri möguleika en áður til skráningar og miðlunar. Í öðru lagi auðvelda þau aðgengi að meiri upplýsingum en nokkurn tímann áður. Hvoru tveggja hafa áhrif á skólastarf og þarf að taka tillit til við skipulag náms og kennslu.

Að mati Zachary þurfa nám og kennsla fyrst og fremst að viðurkenna að snjalltæki og samfélagsmiðlar séu hluti af veruleikanum í skólanum eins og utan hans. Skólastarf sem það gerir þarf svo að miðast við að nemendur læri að nýta og meta trúverðugleika upplýsinganna sem gefast á veraldarvefnum. Námið þarf einnig að taka mið af því að nemendur hafi tækifæri til að nýta upplýsingarnar til að búa til úr þeim eigin verk sem þeir geta birt öðrum.

Snjalltæki og samfélagsmiðlar. Nýjar áskoranir í skólastarfi

Búið til eftir fyrirlestur ZW í Hörpunni 5. okt. 2017. IÁ

Helstu áskoranir í skólastarfi sem viðurkennir snjalltæki og samfélagsmiðla í starfi sínu eru því að mati Zachary eftirfarandi:

  • Það er óraunhæft að takmarka það sem nemendur lesa og nýta sér við það sem kennarinn veit og kann og stendur í bókinni.
  • Það verður að kenna nemendum að leggja mat á efnið sem þeir afla sér á netmiðlum. Sjá spurningar sem Zachary kennir fimmtu bekkingingum að spyrja til að meta trúverðugleika efnis þegar þeir sækja það af veraldarvefnum.
  • Verkefni nemenda þurfa að gefa svigrúm til sköpunar.
  • Námið þarf að gera ráð fyrir því að kenna nemendum að birta verk sín á viðeigandi og ábyrgan hátt.

Niðurstaðan er því að skólastarf getur ekki horft framhjá því að snjalltæki og samfélagsmiðlar eru komnir til að vera; bæði innan og utan skólans. Frekar en að velta fyrir sér hvort snjalltæki eigi að vera í skólanum eða ekki er spurningin miklu fremur hvernig skólafólk ætlar að bregðast við nýjum áskorunum og tækifærum sem gefast með tilkomu þeirra.

 

Um Ingileif

Starfa sem skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit og hef ánægju af því að skrá samantektir og hugleiðingar um skólastarf, matarstúss og ferðalög.
Þessi færsla var birt í Á ferð og flugi, skólastjórnun, Starfsþróun og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

4var við Það merkilegasta

  1. viskukorn sagði:

    Vel gert. Takk fyrir lestur með hafragrautnum Kv úr Kóp B

  2. Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir sagði:

    Takk fyrir þetta með kaffinu. Kv. Helga Ragnheiður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s