My takeaways

Eins og víða hefur komið fram hélt Dr. Zachary Walker erindi og vinnustofur í Reykjavík í síðustu viku. Ég var svo lánsöm að hafa tækifæri til að taka þátt í hvoru tveggja. Fyrirlestrar hans voru tveir og einnig voru tvær vinnustofur. Of yfirgripsmikið yrði að segja frá öllu því nýja sem hann sýndi og kenndi þessa daga. Í þessum pistli skrái ég það sem mér finnst standa uppúr nú þegar ég hef náð að melta áhrifin í tvo daga.

Byrja ekki bíða!

Vertu fyrirmynd

Zachary sagði að ef kennarar og skólastjórnendur vildu einhverjar breytingar þyrftu þeir ekki bíða eftir því að annað í umhverfinu breyttist til að hefjast handa við að breyta umgjörð skólastarfs eða kennsluháttum. Hver og einn stjórnandi eða kennari eiga að geta byrjað hjá sjálfum sér vegna þess að skólastjórnendur og kennarar hafa meira vald til breytinga en þeir halda eða vilja kannast við.

Sjálfur sýndi Zachary hvernig hann hefur innleitt hugmyndir sínar með því að byggja fyrirlestrana og vinnustofurnar upp eins og kennslustundir sínar í skólanum.

12 viðmið í námi og kennslu

Bæði á fyrirlestrunum og í vinnustofunum hamraði Zachary á 12 viðmiðum sem hann notar við skipulagningu náms og kennslu. Hann lét þátttakendur m.a. þylja þau upp hver fyrir öðrum og leika sér með hugtökin í klappleikjum. Þannig sýndi hann okkur hvernig var hægt að koma mörgum viðmiðanna (virkja skilningarvitin, tónlistin, hreyfingin, að hlæja og vinna með öðrum) fyrir í t.d. einum leik. Hérna fyrir neðan setti ég viðmiðin inn í Padlet. Þau skiptast í tvo flokka, annars vegar það sem þarf til að vekja starfsemi heilans og koma honum í gang og hins vegar hvað kennsluaðferðin/pedagógían þarf að taka tillit til svo kennslustundin komi að gagni.

Made with Padlet

 

Ný verkfæri

Ég kynntist tveimur nýjum verkfærum sem hægt er að nota svo nemendur geti nýtt eigin tæki í skólanum. Þessi verkfærin gefa m.a. fleirum en þeim sem þora að tala í kennslustundum vettvang til að tjá sig og er hægt að nota á marga vegu hvenær sem er í lærdómsferli; eins og við að kanna hvað nemendur vita nú þegar um viðfangsefni, í heimanám, til að tékka af framvindu námsins og til að spyrja í lok dags hvað nemendur hafi lært í dag eða í kennslustundinni.

Annað verkfærið er vefsvæði þar sem hægt er að gera kannanir og fá svörun strax. Það heitir Mentimeter og svipar til Poll Everywhere sem ég hafði nýlega kynnst. Hitt verkfærið er TodaysMeet þar sem þátttakendur geta sagt skoðun sína, sagt frá fyrri þekkingu á nýju efni eða þulið upp hvað þeir hafa lært af því sem lá fyrir. Einnig sýndi hann okkur hvað hann notar til að setja tímavaka inn í glærurnar sínar.

Og margt fleira

Zachary fór líka yfir viðmið og reglur sem hann notar í kennslustofunni þegar nemendur eru að vinna í snjalltækjunum, hann sýndi okkur og við ræddum marga möguleika á því að nota myndir og myndbönd í námi og kennslu. Hann benti á að það mikilvægasta er að nota þau tæki og tækni sem við notum frá degi til dags í stað þess kennarar og nemendur hlaði niður alls kyns smáforritum og sérhæfðum vefsvæðum. En það allra mikilvægasta er svo auðvitað að láta tæknina ekki vera aðalatriðið heldur námið og kennsluna.

My Takeaways – hvernig nýtist þetta svo?

  1. Ég er enn sannfærðari að það skiptir máli að halda áfram að þróa rafræna kennsluhætti sem taka mið af þeirri tækni sem nemendur handfjatla utan skólans.
  2. Ég lærði á ný verkfæri sem ég þegar hef sett inn í glærukynningu sem ég þarf að nota í næstu viku.
  3. Ég er þegar farin að setja upp námskeið fyrir kennara um efni sem ég hef kennt margoft áður en næst ætla ég að prófa að hafa viðmiðin 12 til hliðsjónar og taka fyrirlestra og vinnustofur Zachary mér til fyrirmyndar.
  4. Fleira á svo eflaust eftir að koma í ljós seinna.
  • Ég safnaði myndunum sem ég tók þessa tvo daga í þetta albúm.
  • Tístunum frá fyrirlestrunum í Hörpunni safnaði ég hérna.
  • Upptöku af fyrirlestrinum í Hörpunni og glærum Zachary er hægt að skoða hérna.

 

 

 

1 thought on “My takeaways

  1. Bakvísun: Það merkilegasta | Bara byrja

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.