Á næsta fimmtudag, 5. október er Alþjóðadagur kennara. Þá standa Kennarasamband Íslands og Skólameistarafélag Íslands fyrir skólamálaþingi. Aðalfyrirlesari skólamálaþingsins er dr. Zachary Walker. Hann var einnig einn af aðalfyrirlesurum á ráðstefnu ESHA í Maastricht fyrir ári síðan. Þá talaði hann út frá 12 spurningum sem ég tel að skólafólki sé hollt að velta fyrir sér:
- Tekur kennslan þín mið að veruleikanum utan skólans og samtímanum?
- Hvort stunda nemendur þínir námið af áhuga eða hlýðni?
- Miða kennsluáætlanir þínar við það að „komast yfir námsefnið“ eða að nemendur skilji það og geti nýtt það í framtíðinni?
- Veltir þú fyrir þér hvernig þú getur hvatt til nýsköpunar með því að segja: Já, og …. í stað þess að segja: Já, en …..
- Hvernig leyfir þú snilldinni að blómstra í skólanum þínum?
- Myndir þú vilja vera nemandi hjá sjálfum þér?
- Kenna þú og samkennarar þínir af ástríðu eða vana?
- Myndir þú vilja vinna með sjálfum þér?
- Lætur þú 5%-in stjórna ákvörðunum þínum í starfi?
- Hverja velur þú til þess að læra af og ráðfæra þig við?
- Hvetur þú samstarfsfólk til að blómstra og vera frábær í starfi?
- Hvað gerir þú á hverjum degi sem þú ert stolt/ur af?
Ég hlakka til að hlusta aftur á Zachary segja frá rannsóknum sínum, kenningum og starfi á kennaradaginn í næstu viku.