
Flöskur sem áður geymdu hvítvín, pakkaband frá fyrri jólum, bakaríspoki og konfektkassi til að merkja og skreyta flöskuna.
Síðan fyrir nokkrum árum er kanilsýróp orðinn sjálfsagður hluti af aðventunni hér á Mörkinni. Flestir þekkja að allan ársins hring er hægt að fá sér alls kyns sýróp á kaffihúsum til að láta setja kaffidrykkina í sparibúning en fæstum, þar á meðal mér, dettur í hug að auðveldlega er hægt að búa sér til sýróp til að setja te og kaffi í hátíðarbúning. Hérna er uppskrift að kanilsýrópinu:
1 lítri vatn
300-350 g hrásykur
3-4 kanilstangir
Látið suðuna koma upp og sjóðið í 15-20 mínútur. Ef þið viljið hafa sýrópið þykkt verður að sjóða það lengur. Setjið á hreinar flöskur, lokið þeim og njótið svo í góðum bolla af tei eða kaffi.
Gaman er að merkja flöskurnar fallega og þá er þetta orðin falleg og skemmtileg gjöf.