Hitt hrökkbrauðið

Gerlaust hrökkbrauð

Gerlaust hrökkbrauð

„Hitt“ hrökkbrauðið sem ég baka reglulega geri ég eftir uppskrift úr Gestgjafanum og þar heitir það Gerlaust hrökkbrauð:

50 g sólblómafræ

3 msk hörfræ

50 g sesamfræ

230 g heilhveiti

1 tsk salt

1 3/4 dl volgt vatn

1 1/2 msk hunang

2 msk olía

Hitið ofninn í 200°C. Malið sólblómafræ og hörfræ lítillega í matvinnsluvél. Blandið fræjunum, heilhveiti og salti saman í skál. Bætið vatni hunangi og olíu út í og hnoðið deigið í 5 mín (ég nota hrærivélina og set á hana hnoðarann). Skiptið deiginu í tvenn og fletjið það í 2 ferkantaðar kökur. Setjið kökurnar á bökurpappír á bökunarplötur og skiptið í bita með pizza-skera (ég nota kleinujárn og sker kökurnar á borðinu og raða þeim á bökunarplötuna). Þið getið líka skipt deiginu í 10 kökur og flatt það þunnt út í kringlóttar kökur; stingið gat úr miðju ef þið viljið. Bakið í (+) 10 mín. Kælið vel. Geymist vel í boxi. Má frysta.

Ég hef hnoðað kúmen saman við helminginn af kökunum og stundum stungið litlar kökur úr deiginu með kökuformum og strái Reykjanessalti yfir þær. Þær kökur/kex er hægt að bera fram með ostum í staðinn fyrir Ritz-kex eða annað „ostakex“.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.