Smælkið kom í heimsókn
og gerði allt-úm-allt.
Þar innan um og saman við, undir og ofaná
voru rúsínur og seríos, kökumynsla og djúsdropar.
Amma var heima,
drakk te og talaði við konur.
Afi var að vinna.
Afi kom svo heim, honum blöskraði.
Amma hló, henni var sama.
Fór út að hlaupa.
Afi sagði: Ja, hérna.
Kveikti á barnaefninu.
Og sagði við smælkið:
Sitjið kjur og horfið.
Flokkaði svo og raðaði,
ryksugaði og þurrkaði
Allt-úm-allt í burtu.
En smælkið
skemmti sér og hló.