Mrs. Cassidy og bekkurinn hennar

gamanitolvunniÍ vetur hef ég fylgst með bekkjarbloggi hjá Mrs. Cassidy sem kennir 1. og 2. bekk í smábæ í Kanada.

Nú hefur þessi tæknivædda kennslukona gefið út bók um reynslu sína af því að nýta tölvur, netið og samskiptamiðla í skólastarfi sínu. Og að sjálfsögðu er þessi bók á rafrænu formi og í henni eru myndbönd sem sýna betur en orð geta lýst hvað bekkur Mrs. Cassidy er að gera.

Hún eins og aðrir sem þegar hafa fetað þessa slóð tæknivæðingar í kennslu segir að þetta snúist ekki um hvaða tæki og dót er verið að kaupa og nota, heldur um það að skapa vettvang fyrir nemendur þar sem þeir finna tilgang með námi sínu og geta komið því á framfæri, safnað verkefnum sínum saman ásamt því að vera í samskiptum við aðra, bæði sér nákomna og þá sem hafa áhuga á verkum þeirra.

Mrs. Cassidy tekur líka fram að í raun og veru er þetta engin umbylting eins og sumir vilja halda fram. Hún segist vilja leggja áherslu á að kennarar sem tölvu- og netvæði kennslu sína séu ekki endilega að gera eitthvað gjörólíkt því sem þeir gerðu áður, heldur eru þeir að gera það sama og fyrr en á annan hátt.

Ég keypti mér bókina og hana er hægt að nálgast neðst á forsíðu heimasíðu Þelamerkurskóla þar sem hlekkirnir sem skólinn mælir með eru. Bókin er ekki á  flókinni ensku og hún er mjög hagnýt.

Hér eru svo allar fréttirnar sem bekkurinn hennar Mrs. Cassidy hefur sett á bekkjarbloggið sitt og fjalla um spjaldtölvunotkun bekkjarins.

Um Ingileif

Starfa sem skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit og hef ánægju af því að skrá samantektir og hugleiðingar um skólastarf, matarstúss og ferðalög.
Þessi færsla var birt í Starfsþróun og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s