Óveðursbakstur

Í dag, 4. mars 2013, er óveður víða á landinu og þurfti ég að fresta skóla vegna þess. Að venju kallaði óveðrið og inniveran á bakstur svo ég hræðri í bananabrauð. Þessi uppskrift er sett saman úr nokkrum uppskriftum sem ég safnaði einhvern tímann saman af netinu og fannst engin þeirra nógu góð. Svo úr varð þessi og hún bregst aldrei. Í hana þarf 3-4 vel þroskaða banana. Stundum er meira að segja hægt að fá poka með nokkrum ofþroskuðum bönunum í Bónus á innan við 100 kr.

2 dl fínt speltmjöl

2 dl gróft speltmjöl (öðrum þeirra má skipta út fyrir íslenskt byggmjöl)

2-3 tsk vínsteinslyftiduft

1 dl sólblómafræ

3-4 þroskaðir bananar

2 egg

2 msk olía eða kókosolía

1 lúka haframjöl og önnur til að strá yfir brauðið

1 msk sítrónusafi

Stappið bananana og blandið eggjunum saman við. Blandið svo restinni af innihaldinu saman við. Speltbrauð á helst ekki að hræra mikið. Deigið er frekar blautt. Þetta passar í eitt stórt kökuform. Er bakað í 45-50 mínútur við 200°C á undir og yfirhita neðarlega í ofni.

Best volgt með osti og smjöri. Image

1 thought on “Óveðursbakstur

  1. Bakvísun: Nýja bananabrauðið | Bara byrja

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.