Bara byrja-endurmat

Þá hefur febrúar liðið og ekki mikið verið sett inn á bloggið í hverri viku. Ástæður þess geta verið margar. Ein þeirra er sú að ég er haldin þeirri trú að allur texti sem birtur er öðrum þrufi að vera formlegur og óaðfinnanlegur. Þess konar vinnubrögð kosta tíma og þá auðvitað tíma af tómstundum mínum.

Því er nú þannig háttað að ég hef nóg af áhugamálum sem mörg hver taka stóran hluta af tómstundum mínum og föndur við bloggið er kannski ekki efst á listanum. Frá því ég skrifaði hér síðast hef ég nú byrjað á tveimur verkefnum sem einmitt eru þannig að það er spurning um að bara byrja. Annað þeirra er að byrja að æfa fyrir maraþon í Edinborg þann 26. maí n.k. og hitt er að læra á Twitter. Svo ég get varla sagt að ekkert nýtt hafi gerst síðan ég var hér síðast.

  • Endurmatið felur í sér að ég áforma að setja hér inn a.m.k.  einn pistil á viku.
  • Nenni ekki að taka meira til í skápum og hillum. Bara búin með herbergið þar sem Guðmundur Ingi var áður en hann flutti að heiman. Fresta þessu verkefni til kaldra vor- eða sumardaga.
  • Hlakka til þess að byrja að sá og huga að ræktun.
  • Ætla ekki að gefast upp á þessu bloggi og læra að stýra þessari síðu betur. Skil hana ekki nógu vel og finnst hún ekki falleg.
  • Hætta að halda að þetta þurfi að vera formlegt og marglesið.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.