Ömmuskóli í sumarfríinu

Ég er svo heppin að hafa aðstæður til að geta boðið barnabörnum í heimsókn í sumarleyfum þeirra. Karen Sif er nú í heimsókn og við höfum uppgötvað að okkur finnst gaman að fara saman í skólaleiki. Hún er viljug að taka þátt í tilraunum ömmu sinnar og finnst flest það sem við höfum prófað undanfarna daga vera spennandi.

FullSizeRender (2)

Í gær bjuggum við til lestrarspil sem varð til eftir að ég hafði skoðað myndir og færslur á Facebooksíðu sem heitir Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka. Það er Hlín sem starfar við sérkennslu á yngsta stigi í Norðlingaskóla sem heldur úti síðunni og deilir þar með okkur hugmyndum sínum úr starfinu. Það er ekki lofað of mikið þegar kennarar opna kennslustofur sínar til að leyfa öðrum að sjá og nýta hugmyndir þeirra, svo ekki sé talað um allar hugmyndirnar sem kvikna hjá þeim sem skoða síðurnar þeirra. Þannig eflist lærdómssamfélag kennara. Það er aldrei of mikið af því.

Halda áfram að lesa