Hugmyndasprengjan á Snæfellsnesinu

IMG_7373

Þátttakendur á Makerý gerðu orðaský með því að skrifa orð sem lýstu helginni. Á því er ljóst að helgin var bæði fróðleg og skemmtileg.

Um síðustu helgi var ég svo lánsöm að fá að vera þátttakandi í viðburðinum Makery á Snæfellsnesi. Viðburðurinn byggði á kynningu á Makery hugmyndafræðinni. Kynningin samanstóð af skólaheimsóknum, fyrirlestrum, verkefnum og vinnusmiðjum. Hún stóð yfir frá föstudegsmorgni til hádegis á sunnudegi. Að kynningunni stóðu konur sem kenna sig við Vexahópinn. Þær eru:

  • Anna María Þorkelsdóttir, Kennsluráðgjafi Hörðuvallaskóla
  • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, UT kennslufulltrúi Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
  • Erla Stefáns, verkefnastjóri Mixtúru margmiðlunarvers Reykjavíkurborgar
  • Hildur Rudolfsdóttir, UT kennsluráðgjafi Garðaskóla Garðabæ
  • Hugrún Elísdóttir, UT verkefnastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
  • Rósa Harðardóttir, skólasafnskennari og UT Verkefnastjóri Selásskóla
  • Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar

Halda áfram að lesa