Lært á Word Press

Eitt af verkefnum ársins var að læra betur á Word Press og laga þetta blogg. Í þeim tilgangi skráði ég mig á vefnámskeið hjá Promennt um Word Press sem heitir Vefurinn minn. Námskeiðið er í sex sinnum í mars, þrír þriðjudagar og þrír fimmtudagar frá kl. 18-21. Það eru 10 manns skráðir og átta þeirra mæta á staðinn og ég og önnur erum í fjarfundi í gegnum Skype.

Nú eru fjögur skipti búin og fyrir næstu kennslustund áttum við að skoða þemu eða útlit fyrir síðuna sem stendur til að búa til og einnig að finna út úr því hvar við vildum hýsa hana og setja Word Press upp á síðunni. Með góðri hjálp hafði ég lokið við að ná mér í lén og setja upp Word Press. Lénið er auðvitað http://barabyrja.is/ en þar er ekkert um að vera ennþá því ég er enn að finna mér útlit og að skissa upp skipulag síðunnar.

Síðan skissuð upp

Í morgun skissaði ég upp síðuna og áforma ég að sama innihald og á blogginu en skipuleggja það betur og láta það líta betur út en sú sem hérna er. Fyrst krassaði ég það upp en svo notaði ég tækifærið og reyndi að finna út hvort til væri viðbót í Google fyrir hugarkort eða flæðirit. Þá fann ég grein á Educational Technology and Mobile Learning þar sem fjallað er um fjórar leiðir til að búa til hugarkort og flæðirit á Google Drive. Ég valdi að setja upp MindMup af því ég hafði aldrei heyrt um það áður. En Lucidchart hafði ég séð og fengið kynningu á enda virðist það meira notað ef marka má umfjöllun um það á síðu Google þar sem hægt er að ná sér í viðbætur.

Halda áfram að lesa