Boltasækjarinn skólastjórinn

soccer-ball

Tvisvar í viku fæ ég þann heiður að vera boltasækjarinn við battavöllinn á skólalóðinni. Þegar boltanum er skotið út fyrir völlinn skokka ég af stað og kem honum aftur inn á völlinn. Ég æfi mig eins og ég get að skjóta boltanum beint af höndum og inn á völlinn. Í hvert skipti er grannt fylgst með því hvort ég hitti boltann eða ekki.

Fyrst á haustin og sérstaklega eins og veðrið hefur verið undanfarið finnst mér einstaklega skemmtilegt að fylgjast með börnunum á vellinum. Í frímínútunum áðan fylgdist ég með áhugasömum nemendur fyrsta bekkjar þeysast um völlinn ásamt nemendum 2.-5. bekkjar og þegar samræmda prófinu lauk bættust nokkrir 10. bekkingar í hópinn.

Halda áfram að lesa