Mér finnst #skólastjórnun skemmtileg

I-Am-A-School-Principal-What-s-Your-Superpower

Mér finnst gaman í vinnunni minni sennilega af því það er svo fjölbreytt og það er alltaf nóg að gera. Meðal skólastjórnenda eru til margar gamansögur af daglegu starfi og þeim fjölbreyttu verkefnum sem þeir hafa leyst af hendi. Um daginn rakst ég á þetta tíst og fannst það lýsa vel sumum dögum í vinnunni minni:

Mér til gamans hef ég á undanförnum mánuðum tíst handahófskennt skilaboðum á Twitter undir umræðumerkinu #skólastjórnun. Þetta hef ég gert til að halda utan um fjölbreytileika starfsins og minna mig á, t.d. þegar ég skoða launaseðilinn minn, að það er meðal annars fjölbreytileikinn sem mér finnst gera starfið eftirsóknarvert.

Í morgun velti ég fyrir mér stöðu okkar skólastjórnenda í yfirstandandi kjaraviðræðum okkar við LNS og hvernig væri hægt að gera ábyrgð og skyldur okkar sýnilegri en nú er. Á vafri um netið um daginn kom ég auga á að samtök skólastjórnenda í Bandaríkjunum hafa gert október að mánuði skólastjórnenda (e. National Principals Month). Samtökin fara ýmsar leiðir til að vekja athygli á störfum sínum, þar á meðal að nýta samfélagsmiðla þar sem fólk getur þakkað skólastjórnendum fyrir störf þeirra með því að skrá skilaboð á Twitter undir umræðumerkinu #ThankaAPrincipal

Ég hef ákveðið að taka mér kollega mína í Bandaríkjunum að hluta til fyrirmyndar og nýta samfélagsmiðlana, Twitter og Instagram til að vekja athygli á verkefnum mínum í vinnunni. Næstu þrjár vikurnar mun ég markvisst að skrá það sem ég tek mér fyrir hendur í vinnunni undir umræðumerkinu #skólastjórnun. Allir sem vilja gera fjölbreytt störf skólastjórnenda sýnileg er auðvitað frjálst að nýta sér umræðumerkið #skólastjórnun.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.