Í sveppamó

Lerkisveppir

Lerkisveppir

Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að tína sveppi. Enda eru aðstæður hér á Þelamörkinni til þess einstaklega góðar, skógar og mólendi við túnfótinn. Síðan í fyrra hef ég stutt mig við bókina Matsveppir í náttúru Íslands eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttir.

Í ár er mikið af sveppum og því um að gera að fara í sveppamó á meðan ég bíð eftir því að berin verði sæt og góð.

Fyrir þá sem vilja byrja á sveppatínslu setti ég saman glærusýningu á Prezi um sveppatínsluna á Mörkinni. Við vinnslu sýningarinnar lærði ég á Prezi og einnig á nokkra fídusa í myndvinnslu í Iphoto.

Ég studdist við bókina hennar Ásu Margrétar og eigin reynslu.

Með því að smella hér getur þú skoðað sýninguna.

Og með því að smella hérna getur þú skoðað uppskrift að skógarsveppasúpunni af Mörkinni.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.