Nei, þú baka!

Image

Í gær kom Karen Sif í heimsókn á Mörkina og vildi fara í sund. Undanfarið hefur hún verið snúin við afa sinn og lítið viljað hafa með hann að gera. Aðeins yrt á hann til að biðja hann um ís. Því er nefnilega vel haldið til haga að hann eigi ísinn í frystiskápnum og að ekki megi fá sér ís þaðan nema spyrja hann um leyfi.

Þegar við vorum að búa okkur í sundið spurði afi hvort hann ætti ekki að koma með. Karen Sif snéri sér snöggt við í gættinni og sagði ákveðið við hann: Nei, þú heima og baka. Amma, mamma, pabbi og Karen í sund. Og með það var hún farin.

Hún er jú vön því að það er afi sem steikir vöfflurnar eftir sundið svo sennilega var það nú sem prinsessan vildi hafa þær klárar um leið og hún kæmi uppúr.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.