Vanilluís úr ísskálinni góðu

Prófaði að búa til ís á nýjan máta um daginn með því að nota ísskál sem fylgir Kitchen Aid hrærivélum. Í bæklingnum sem fylgir er góð uppskrift að ís sem ég held að sé hægt að gera án þess að maður eigi skálina. Ætla að prófa það seinna. En uppskriftin með ísskálinni er svona:

600 ml kaffirjómi/matarrjómi (10%)

8 eggjarauður

230 g sykur

590 ml rjómi (30-36 %)

4 tsk vanilla

salt milli fingra

1. Hita upp kaffirjómann/matarrjómann í potti. Hræra oft í pottinum. Rjóminn á að vera heitur en ekki sjóða. Þegar rjóminn er orðinn heitur er potturinn tekinn af plötunni og settur til hliðar.

2. Eggjarauðunum og sykrinum er blandað (nota þeytarann) hægt saman í hrærivél og þar til hræran fer að þykkna.

3. Hellið volgum kaffirjómanum/matarrjómanum varlega saman við eggjahæruna og látið hrærivélina hræra á meðan.

4. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið upp að suðu. Hrærið í á meðan.

5. Hellið í skál og blandið vanillunni og saltinu saman við. Setjið inn í kæliskáp og látið vera þar í a.m.k. 8 tíma.

6. Setja ísskálina á hrærivélina (NB. hún hefur þegar verið í frystinum í einn sólarhring). Ísmixerinn er líka settur á hrærivélina og ísblandan fer í skálina og vélin er stillt á hraða 1 í 15-20 mínútur eða þar til ísinn er orðinn mátulega „freðinn“. Ef maður vill freðnari ís þá þarf að setja hann í frysti í 2-4 tíma. Ef á að setja ávexti eða annað (t.d. súkkulaði eða hnetur) saman við ísinn er það gert á síðustu 3-5 mínútunum.

7. Berið fram með ávöxtum, sósu, Nóa kroppi eða öðru meðlæti sem ykkur þykir best.

Ef ég prófaði þetta án ísskálarinnar myndi ég sleppa lið 6 og setja ísinn í frystinn (hef ekki fundið út hvort betra er að gera það strax eða daginn eftir að hræran er búin til). Prófa það seinna og skrái.

Um Ingileif

Starfa sem skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit og hef ánægju af því að skrá samantektir og hugleiðingar um skólastarf, matarstúss og ferðalög.
Þessi færsla var birt í Matarstúss og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s