Heilinn víðar en í höfðinu

torimoto

Í gær var ég viðstödd opnun á sumarsýningu bókasafnsins í Nynäshamn. Þar var ég með mágkonu minni, Ingegerd og Binna bróður mínum. Ingegerd vinnur á bókasafninu sem tengiliður við leik- og grunnskólana í sveitarfélaginu. Umrædd sumarsýning heitir Trönur, drekar og pappírsskutlur og eins og nafnið bendir til er þema hennar origami pappírsbrot. Á hverju sumri eru settar upp sýningar sem ætlaðar eru börnum. Í fyrra var þema sýningarinnar leikir og spil.

Japanskur origami meistari, Norio Torimoto var sérstakur gestur opnunar sýningarinnar í gær (sjá frétt hér). Hann hélt litla tölu um origami og á meðan hann talaði bjó hann til gæs á flugi með farþega (Nils Holgersson). Í tölu sinni nefndi hann að heilinn væri ekki bara líffærið í höfðinu heldur um allan skrokk. Þetta segir hann vera vegna þess að til að þjálfa heilann þurfum við til dæmis líka að nota hendur og fætur. Að hans mati er það samhæfing hugar og handar sem skiptir máli við þjálfun heilans. Þessi ummæli hans eru merkileg ef hugsað er til þess að Torimoto er stærðfræðingur að mennt og staðalímynd okkar um stærðfræðinga miðast við sérvitring sem situr og reiknar án sérstakrar samhæfingar hugar og handar.

Þessi ummæli Torimoto leiða hugann líka að því hvernig hægt er að nota grunnþekkingu sem maður hefur til sköpunar; sér og öðrum til ánægju og hvatningar. Í þessu tilviki nýtir Torimoto stærðfræðiþekkingu sína til að búa til ný, stærri og flóknari origamibrot en áður þekktust ásamt því að deila þekkingu sinni og sköpun með sýningum, kennslu og bókaútgáfu.

origami

Um Ingileif

Starfa sem skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit og hef ánægju af því að skrá samantektir og hugleiðingar um skólastarf, matarstúss og ferðalög.
Þessi færsla var birt í Á ferð og flugi, Fjölskyldan og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Heilinn víðar en í höfðinu

  1. Bakvísun: Myndir úr heimsókn til Farsta | Bara byrja

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s