Læra af verk- og listgreinakennurum

Í vetur hef ég lesið nokkuð af greinum og bloggi og gert samantek eftir lestur sumra greinanna. Ein þeirra fjallaði um hvað bekkjarkennara finnst hann geta lært af list- og verkgreinakennurum.

creativity-01

Greinin er innlegg á bloggi sem er á vefnum Powerful learning practice. Innleggið fjallar um það af hverju margir listgreinakennarar eru sérfræðingar í heildstæðu námi (e. project-based learning) og hvers vegna aðrir kennarar ættu að leita í smiðju þeirra.

Innleggið skrifar kona sem heitir Brenda Sherry. Skrif hennar eru áhugaverð og bæta vel við pælingarnar í þemaheftinu um grunnþáttinn sköpun í aðalnámskrá skólastiganna þriggja.

Hugleiðingar sínar byggir Brenda á eftirfarandi punktum (ath. þeir eru hráþýddir):

  • Listgreinakennarar vita að þekking er einkapæling og kemur ekki að notum fyrr en hún er birt öðrum.
  • Listgreinakennarar geta búið til samfélag þar sem er óhætt að taka áhættu og þar sem allir fá notið sín.
  • Listgreinakennarar kunna að koma til móts við hvern og einn nemanda (að einstaklingsmiða).
  • Listgreinakennarar kunna listina að sjá nám sem jafnvægi milli ferils og afurðar þar sem leiðarljósið er ígrundun.

Í lokin gefur Brenda okkur dæmi um spurningar sem við gætum spurt til að læra af listgreinakennurum.

Spurningar hennar og greinina í heild er að finna hér.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.