Prófið að sleppa bókinni!

mio

Skimunarefnið sem þær stöllur hafa nýlega þýtt og komið í útgáfu

 

Í þriðja þætti Bara byrja hlaðvarps er rætt við þrjár reynslumiklar konur úr menntakerfinu. Dóróþeu Reimarsdóttur, Jóhönnu Skaftadóttur og Þóru Rósu Geirsdóttur. Samtals nálgast reynsla þessara kvenna af vettvangi 90 ár. Og þær eru hvergi nærri hættar að fylgjast með nýjungum í rannsóknum og kennslu ásamt því að vilja deila þekkingu sinni og reynslu með þeim sem enn starfa í skólunum. Verkefnið sem á hug þeirra um þessar mundir er Mio skimunarefni í stærðfræði fyrir leikskóla. Það efni hafa þær þýtt og komið til útgáfu.

Í þættinum segja þær frá Mio, því sem þeim finnst skipta máli í stærðfræðikennslu og kennslu almennt og hvað það er sem hvetur þær til að þróa sig í starfi.

Í þættinum benda þær á skrif og bækur Joe Boaler og mæla sérstaklega með bók hennar The Elephant in the Classroom: Helping Children to Learn og Love Maths.

Í Skólaþráðum er líka hægt að kynna sér Míó skimunarefnið.

Þeir sem vilja fylgjast með þeim stöllum eða hafa samband við þær geta gert það á heimasíðu þeirra Gloppa.is eða sent þeim tölvupóst á netfangið gloppa@gloppa.is.

Hlusta á Spotify eða Apple Podcasts