Deila verkefnum inn í hópherbergi í netkennslu

Í netkennslu nýta kennarar hópherbergi (e. breakout rooms) fyrir hópaumræður. Þá vaknar spurningin hvernig eigi að deila verkefnum eða fyrirmælum til nemenda þannig að verkefnin fylgi þeim inn í hópherbergin.

Í kennslunni í vetur hef ég að mestu nýtt Google slides og Zoom. Ég hef notað tvær leiðir til að deila fyrirmælum með nemendum sem þau segja að nýtist vel.

Dæmi um glæru með hópaverkefni frá því í kennslustund í gær.

1. Ég geri glærusýningu sem inniheldur bara glæruna með fyrirmælunum og deili slóðinni svo í spjallinu á Zoom þá geta nemendur opnað slóðina og séð glæruna með verkefninu og fyrirmælum þess. Ég hef slóðina í minnispunktum fyrirlesara svo ég sé fljót að sækja hana og deila til nemenda. Það er líka hægt að hlaða glærunni með fyrirmælunum niður sem ljósmynd og deila þeirri skrá með nemendum. Mér finnst það aðeins seinlegri leið.

2. Ég set líka Qr kóða á slóðina inn á glæruna sem nemendur sjá á meðan ég gef fyrirmælin. Þá geta þau sem vilja komist inn á glæruna með fyrirmælunum með því að skanna Qr kóðann með myndavél símans og haft fyrirmælin á símaskjánum sínum á meðan þau eru í hópastarfinu. Ég nota QRQode Monkey til að búa til kóðana.

Hvað hefur gagnast þér? Hérna er umræða úr Facabook hópnum Upplýsingatækni í skólastarfi þar sem nokkrir kennarar segja svara þessari spurningu.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.