Bara byrja færir út kvíarnar

Bara byrja færir út kvíarnar og áformar að bjóða tvö námskeið í mars. Námskeiðin fara fram við eldhúsborðið að Hjallatröð 1 í Eyjafjarðarsveit. Reiknað er með því að aðeins fimm manns verði á hvoru námskeiði.

Annað þeirra fjallar um notkun Google verkfæranna í leik og starfi. Það námskeið er tvö skipti; 90 mínútur í senn. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki helstu verkfæri Google og geti nýtt sér þau í leik og starfi. Google námskeiðið fer fram 5. og 12. mars.

Hitt námskeiðið er um notkun verkfæranna Canva og Spark Posts. Með þeim er hægt að búa til alls kyns boðskort, matseðla, forsíður og innlegg á samfélagsmiðla. Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur læri á möguleika þessara verkfæra og geti búið til t.d. boðskort, annað hvort með eigin myndum eða myndum forritanna og dreift á samfélagsmiðlum eða með öðrum hætti.

Hægt er að skoða lýsingu á námskeiðiunum betur í viðburðum á Facebook síðu Bara byrja með því að smella á hnappana hérna fyrir neðan.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.