Bekkjarfundir

utileikirapril 006 copy
Mynd úr starfi Húsabakkaskóla í Svarfaðardal þar sem bekkjarfundir voru fastur liður í starfi skólans.

Þegar ég byrjaði að kenna í grunnskóla lærði ég fljótlega að starf umsjónarkennarans var meira en að miðla efni bókarinnar til nemenda. Eitt af bjargráðum mínum þá var að draga fram lítið hefti á norsku sem ég hafði fengið í vettvangsnámi þegar ég var í kennaranáminu í Noregi. Þann vetur sem ég prófaði hvort og þá hvernig ráðin í heftinu virkuðu með nemendahópnum skráði ég hjá mér hvernig ég hagaði fundunum og hvað ég myndi gera á annan veg.

Seinna setti ég svo saman hefti sem ég gaf út og lét prenta í Víkurprenti á Dalvík. Það var árið 2005. Heftið hefur síðan verið prentað nokkrum sinnum og í flutningunum um daginn „fann“ ég bunka af heftunum. Það er nokkuð síðan ég hef sent einhverjum heftið útprentað svo ég ákvað að nú væri sennilega kominn tími til þess að það yrði aðgengilegt öllum hérna á Bara byrja.

Hérna fyrir neðan getur þú nálgast heftið og prentað það út eða hlaðið því niður á tækið þitt. Gangi þér sem allra best á bekkjarfundunum. Af reynslunni veit ég að þeir eru algjört fyrirtak.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.