
Niðurstöður #eittorð2019
Á þvælingi um Twitter í morgun rakst ég á #OneWord2019 myllumerkið. Þar er fólk beðið um að tísta einu orði sem lýsir því sem það vill að einkenni leik og störf á næsta ári. Eins konar ásetningur ársins eða lítið áramótaheit.
Mér datt í hug að #menntaspjall og jafnvel fleiri sem hafa áhuga gætu saman búið til orðaský í sama tilgangi. Ég gerði ský á Mentimeter. Kosturinn við það er að það er nafnlaust og því ekki hægt að rekja til þess sem skrifar orðið.
Til að taka þátt skráir þú menti.com inn á vafrann þinn slærð kóðann 27 57 66 í gluggann sem kemur upp og slærð inn orðið þitt. Sjáum svo hvernig #eittorð2019 mun líta út. Það verður hægt að fylgjast með skýinu myndast með því að smella hérna. Ég loka fyrir skráningarnar 3. janúar og birti þá myndina á Twitter.
Takk fyrir og gangi ykkur allt í haginn á árinu 2019.