Heklaðir grænmetis- og ávaxtapokar

IMG_6746

Á ferðalögum, úti á palli, við sjónvarpið eða hvar sem er, þar sem ég get unnið handavinnu sem krefst ekki fullrar athygli finnst mér gaman að hekla. Það nýjasta eru pokar sem hægt er að taka með sér í búðina og setja ávextina eða grænmetið í en auðvitað ekki fyrr en búið er að vigta innkaupin svo við greiðum ekki fyrir vigtina á pokunum í hvert sinn sem við förum í búðina.

Ég sá þessa poka hjá frænku minni og vinkonur mínar hafa svo séð þá og langað að hekla aðra eins poka. Eftir bestu getu hef ég skráð hvernig ég hef útfært þessa hugmynd. Ef þú vilt fá aðgang að þeirri skráningu hafðu þá samband við mig til að fá lykilorð inn á skráninguna.

2 thoughts on “Heklaðir grænmetis- og ávaxtapokar

  1. Bakvísun: Google í skráningu og dreifingu á hekli | Bara byrja

  2. Lykilorðið á uppskriftina er minnaplast.
    Gangi ykkur vel og góða skemtun.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.