Þessa dagana hittast formenn og varaformenn allra félaga skólastjórnenda á Norðurlöndunum í Umeå í Svíþjóð. Á fundinum er rætt um kennslufræðilega forystu og hvert land og félag kynna áherslur og verkefni síðasta árs. Það er áhugavert að hlusta á að í hverju landi virðast fagfélögin glíma við það sama, þ.e. aukin afskipti stjórnvalda og einstakra stjórnmálamanna af skólastarfi og oft á tíðum án samráðs við starfsmenn skólanna.
Í gær fóru þátttakendur í skólaheimsóknir og eftir hádegið voru kynningar félaganna á ársskýrslum sínum og umræður um þær. Hér fyrir neðan er kynning á ársskýrslu Skólastjórafélags Íslands.