Þegar verkefnin eru orðin mörg og tilfinningin um tímaleysi heltekur mig finnst mér gott að staldra við og búa til verkefnalista og stundaskrá. Þannig sé ég oftast fram úr skylduverkefnum mínum og næ að búa mér til tómstundir.
Stundum er það nefnilega þannig að þetta þarf ekki að vera flókið og verkefnin hafa tilhneygingu til að vaxa mér í augum áður en ég hefst handa. Þess vegna skiptir það mig máli að vita hvenær ég ætla bara að byrja.
Vinkona mín sendi mér grein um 50 atriði sem sögurnar úr Múmíndalum geta kennt manni um lífið. Þessi litla og litríka grein minnti mig á að staldra við, líta upp og njóta þess að hafa mörg járn í eldinum.
Lífsspekin úr Múmíndal er góð speki.
Góð speki frá þeim, ég er einmitt með eina söguna á hljóðbók, og tek hana oft fram og hlusta. En þekki þetta mjög vel með skipulagið, og að fjallið af verkefnum hlaðast upp, en einhver sagði ef maður tekur korter á dag, þá kemst röð og regla á hlutina aftur, takk frænka
Takk sömuleiðis.