Hagnýtt um spjaldtölvur í skólastarfi

Spjaldtölvur í skólastarfi

Háskólinn í Oxford gefur út blað og heldur úti heimasíðu m.a. um rannsóknir á skólastarfi og hvernig þær nýtast í daglegu starfi.

Þar er til dæmis að finna stutt (2-3 mínútur) myndbönd um notkun spjaldtölva í skólastarfi.

Ég mæli með tveimur þeirra.

Annað þeirra sýnir hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í ritunarverkefni. Þar segir maður sem heitir David Mitchell frá því hvernig hann nýtir sér spjaldtölvurnar með nemendum.

Svo er það Ollie Bray sem segir frá því hvernig kennarar geta gert spjaldtölvur að spennandi kosti í námi fyrir nemendur sína. Ollie er einmitt annar aðalfyrirlesara á námstefnu SÍ og FSL nú um miðjan október. Ég hlustaði á hann á ráðstefnu ESHA í fyrir tæpu ári. Hér er hægt að lesa samantekt á þeim fyrirlestri.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.