Stingum af!

Image

Í gærkvöldi kom Karen Sif í heimsókn og bauð kisu með sér í siglingu. Þær voru vel búnar því með í för voru  risasápukúlur sem hægt var að róa með og líka skylmast.

Í dag stingum við Karen Sif af í spegilsléttan fjörð á meðan mamma hennar og pabbi stinga sér til NYC. Afi verður í vinnunni sinni á Akureyri og kisa þarf að vera heima á Mörk að passa húsið, fuglana, blómin og grænmetið.

Risasápukúlurnar fara með okkur Karen Sif í dag, því þá er öruggt að við getum skemmt okkur, komist áfram og líka varið okkur.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.