Verkfæri í netkennslu

Í janúar 2020 hóf ég störf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég mætti í eina staðlotu í janúar, fór heim í Hjallatröð og hef að mestu síðan haldið kennslunni úti þaðan. Netkennsla er áskorun og ég hef haft ánægju af því að finna leiðir til að glæða hana lífi þannig að nemendur geti verið virkir, skapandi og unnið saman.

Margt bendir til þess að kennslan á komandi vikum þurfi í einhverju mæli að fara fram á netinu. Þá fannst mér gott að skoða safn vefverkfæra sem hefur orðið til hjá mér síðan í janúar í fyrra. Þar hef ég sett inn slóðir og einhverjar leiðbeiningar um verkfæri sem hægt er að nýta til að búa til „líflegar“ kynningar og halda utan um umræður og efni frá nemendum.

Ég hef deilt þessari Padlettu með nemendum þegar þau hafa sjálf þurft að vera með kynningar á netinu. Það er tilbreyting fyrir þau að hafa aðgang að einhverju fleiru en hefðbundum glærusýningum. Einnig hef ég sjálf nýtt nokkuð af verkfærunum sem á henni eru.

Í netkennslu sem annarri kennslu eru það ekki endilega rafrænu verkfærin sem skipta öllu máli í skipulagi kennslunnur heldur hvernig verkfærin sem nýtt eru styðja við innihaldsríkt og merkingarbært nám.

Ég tek gjarnan við ábendingum um fleiri verkfæri sem gætu bæði nýst kennurum og nemendum. Sendu mér endilega ábendingu með því að smella hérna.

2 thoughts on “Verkfæri í netkennslu

  1. Kærar þakkir fyrir mjög svo gagnlega samantekt á áhugaverðum verkfærum fyrir netkennslu 😉
    Bestu kveðjur
    Bryndís Jóna

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.