Nýir skólastjórnendur

Dagana 17. og 18. september stendur Skólastjórafélag Íslands fyrir námskeiði fyrir nýja og reynda skólastjórnendur. Þetta er í annað sinn sem félagið býður uppá námskeið af þessu tagi. Framhald af þessum tveimur dögum er svo áformað í mars á næsta ári.

Markmið námskeiðsins er að styðja við og efla nýja skólastjórnendur í upphafi starfs. Markhópurinn er nýir skólastjórnendur og einnig aðrir skólastjórnendur sem telja sig þurfa endurmenntun í efnisþáttum námskeiðsins eru einnig velkomnir.

Nyir skolastjorar

Svanhildur Ólafsdóttir fer yfir dagskrá námskeiðsins í upphafi dags.

Fyrsta dag námskeiðsins voru kynningar á KÍ, SÍ og Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt því hvað þarf að hafa í huga þegar maður er nýr í starf. Einnig hélt Anna Kristín Sigurðardóttir fyrirlestur um kennslufræðilega forystu.

Hérna fyrir neðan eru tvö tíst frá fyrirlestri Önnu Kristínar:

Annan dag námskeiðsins fjallar Anna Rós Sigmundsdóttir lögfræðingur um lög og reglugerðir sem varða skólastarfið. Síðan fer Ingibjörg Úlfarsdóttir, sérfræðingur í kjara- og réttindamálum KÍ yfir starfsmanna- og kjarmál. Einnig verður farið yfir helstu atriði vinnumatsins. Áður en þátttakendur halda heim verða umræður í hópum um efni og innihald seinni hluta námskeiðsins.

Þó að ég teljist ekki nýr skólastjóri þá finnst mér áhugavert og mjög lærdómsríkt að hlusta á fyrirlestrana og umræður kollega.

Hérna fyrir neðan eru glærurnar sem ég fór yfir þegar fjallað var um það sem vert er að hafa í huga þegar maður er nýr í starfi. Öllum glærum og öðrum gögnum námskeiðsins verður safnað saman í þessa möppu á Google Drive.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.