Stuðningskrukkur

Image

Fyrir jólin kenndi Gunna frænka mér að hekla utan um niðursuðukrukkur. Eftir að búið að hekla utan um þær eru sett í þær sprittkerti og úr verður snoturt ljósker. Smátt og smátt varð krukkuheklið nánast að áráttu og margir af vinum og ættingjum eiga nú heklað ljósker og þau eru líka orðin ansi mörg og mjög víða í gluggum og á borðum á Mörkinni.

Á síðastliðnum vikum hef ég fylgst með fréttum af Elsu Borgarsdóttur sem greindist með krabbamein á síðasta ári. Í lok þessarar viku sá ég viðtal við hana í Bæjarins besta á Ísafirði og þar sem ég sat við krukkuhekl varð mér hugsað til þess að á undanförnum árum hefur hún haft lífsviðurværi sitt af hönnun sinni og handverki.

Til að sýna henni og fjölskyldu hennar stuðning verður á næstu fjórum vikum hægt að fá hjá mér heklaða krukku. Í henni verður miði með upplýsingum um styrktarreikning Elsu. Sá sem fær krukkuna getur þá lagt frjálst framlag inná styrktarreikninginn um leið og hann kveikir ljós í krukkunni.

Nokkrar krukkur eru nú þegar til heima og svo verður að koma í ljós hve margar krukkur mér tekst að hekla utan um á næstu fjórum vikum. Jafnóðum og krukkurnar eru tilbúnar set ég myndir af þeim hér inná bloggið mitt og hlekk á styrktarsíðu Elsu Borgarsdóttur á Facebook og mína eigin síðu á Facebook.

Styrktarreikningur Elsu er 556-14-402989 kt. 171066-2989

2 thoughts on “Stuðningskrukkur

  1. Bakvísun: Hetjan | Bara byrja

  2. Bakvísun: Áskorun á aðra heklara | Bara byrja

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.