Meistaramánuðurinn #1

Ég skráði mig í fyrsta skiptið í meistaramánuðinn og hef sett mér markmið um að október verður helgaðar tiltekt. Það eru tæplega 7 ár síðan við fluttum af Dalvíkinni hingað á Mörkina og þá tók ég auðvitað til í fataskáp og ýmsum hillum. Núna sjást lítil ummerki þeirrar tiltektar. Og ekki sést heldur það heit að efi eitthvað nýtt kæmi inn þá færi eitthvað tvennt gamalt út. Þess vegna hefur staðið til allt þetta ár að gera almenilega tiltekt. Október verður notaður til þess.

Markmiðið er að á hverjum degi ég taki ég eitthvað til:

  1. Taka 10 herðatré á dag og sortera: eiga, gefa, henda.
  2. Þegar nr. 1 er lokið tek ég eina hillu á dag og sortera eins.
  3. Þegar ég hef lokið við 2 þá er það ein hilla á dag inni á skrifstofu.

Á heimasíðu Meistaramánaðarins er talað um að menn vakni fyrr á morgnana til að koma markmiðum sínum í verk. Ég mun sennilega þurfa að fara eitthvað seinna að sofa en venjulega.

Hlakka til.

Um Ingileif

Starfa sem skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit og hef ánægju af því að skrá samantektir og hugleiðingar um skólastarf, matarstúss og ferðalög.
Þessi færsla var birt í Bara byrja og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s