Dægradvöl í eldhúsinu í Farsta

marens

Í gær undirbjuggum við Ingegerd ís sem var búinn til í „ísskál“ sem hún hafði keypt með nýrri Kitchen Aid hrærivél um daginn. Aðeins rauðurnar voru notaðar í ísinn svo þá lá beinast við að búa til marens kökur úr hvítunum. Í gegnum google fundum við uppskrift og gerðum fínar og góðar marens kökur.

Egill, Emma, Júlíus, Einar og Alicia komu í mat og við Ingegerd sáum um eftirréttahlaðborðið: heimagerður vanilluís (gerður eftir kúnstarinnar reglum, meira um það seinna), makkarónukökurnar fínu og hindber og bláber.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.